Skuggalegt Halloween og fleiri skemmtilegheit.

Já, eins og flestir vita þá var Halloween í gær. Ruddalega skemmtileg hefð að mínu mati, enda tók ég svo sannarlega þátt. Ákvað eftir mikinn höfuðverk að leika sjóræningjaskvísu, og hún Soffa systir mín var líka svona gasalega hugguleg í sér að hjálpa mér að laga mig til. Kvöldið var vægast sagt sjúklega skemmtilegt. Ég hef að öllum líkindum brennt svona 4737 Kcal, bara á því að dansa. Tók meira að segja nokkur spor alveg ein á dansgólfinu....held ég haldi mig við hópdansinn í framtíðinni.
Lenti reyndar í hellidembu sem rústaði útlitinu, að sjá beran rass á ALLT of drukkinni gellu á Austurvelli, að festa sjóræningjatattúið á mér sem og að 17 ára og 47 ára gæjar reyndu við mig. What is up with that? Hvar eru þessir á tvítugsaldrinum - þeir sem hafa svörin við þessari spurningu er bent á mailið mitt.

Var að átta mig á því áðan að það fer að styttast í elskulegu jólaprófin. Ég er reyndar mjög heppin í þetta skipti: Prófin mín standa frá 2. - 9.desember, sem er ekkert annað að yndislegt. Nægur tími til þess að vinna sér inn smá pening, baka piparkökur og gera jólaföndur. En það slæma við þetta, er það að ég þjáist af gífurlegum skólaleiða, og svefnsskorti. Ég vægast sagt geri allt til þess að sleppa við að fara að læra eða sofa þessa daganna. Frekar sorglegt, ég viðurkenni það fúslega. Enda eitthvað sem ég ætla að fara að laga á næstu dögum, annars get ég kvatt þennan háskóla.

Talandi um háskóla. Mjög skemmtilegt fyrirbæri. Einhvern veginn svo allt allt öðruvísi en menntaskólinn. Eins og t.d. er mjög gaman að spá aðeins í hvílíka mann-flóru hann hefur að geyma. Eins og í mínum bekk. Þar höfum við allt frá stússí unglingsstrákum með hárið gone wild, upp í margra barna mæður sem pæla mest í því hvernig tegund af bleijum þær ættu að kaupa þegar þær skella sér í innkaupin eftir skóla.... ;)

Jájájájá, svona getur lífið verið skemmtilegt. Annars vona ég að þið séuð ekki að fara of illa út úr þessu kreppu veseni. Alveg glatað að heyra hvað margir eru að missa vinnunna og tapa miklu sparifé. En, hey. Lífið hefur alltaf einhverjr bjartar hliðar líka, og eins og það spekingslega orðatiltæki segir: Þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar! Gott að hafa þetta í huga þegar á móti blæs.

Vona að þið hafið það gott um helgina og njótið lífsins. Og já eitt enn. Takið þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa". Þið fáið hlýju í hjartað og skemmtun í kroppinn, lofa!..... www.skokassar.net

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt alveg hreint að lesa bloggið þitt elsku systir! Lífgar upp á frekar dull lestur hjá mér.

Magnað með þessar margra barna mæður í félagsfræðinni og skopparana! Og já þessi 47 ára... er ekki séns að það hafi verið Mel Gibson eða Daniel Craig? Þeir eru víst svo rosalegir Íslandsvinir!

Soffa (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband