Empty

(Þeir sem vilja meiri upplífgandi lestur, er bent á bloggið fyrir neðan)

Ég er ekki týpan sem blogga um mín persónulegu vandamál. Stundum þarf maður samt að gera undantekningar í lífinu. Þetta er ein af mínum.

,,Enginn veit hve átt hefur, fyrr en mist hefur.”
Ég hef mjög mikið velt þessu orðatiltæki fyrir mér upp á síðkastið.
Afhverju er það svo oft þannig í lífinu að þú kunnir ekki að meta hlutina fyrr en þú færð þá ekki lengur? Afhverju er svo margt þannig upp byggt? Afhverju make-ar texti Bono’s svona mikinn sense, en samt finnst enginn lausn á honum?: “I can’t live with our without you”....

,,Þeim var ég verst, er ég unni mest” mælti Guðríður Ósvífurdóttir landnámskona svo ótrúlega spakmannslega. Þrátt fyrir að yfir 1000 ára séu frá því hún sagði þetta, á þetta enn ótrúlega vel við. Hvernig stendur á þessu? Í raun er þetta virkilega órökrétt. Afhverju í óskupunum ætti maður að vera verstur við þann sem maður elskar mest? Ætli það sé vegna þess að maður veit að viðkomandi elskar mann sama hvað, og því leyfir maður sér að koma illa fram við hann, af því maður er alltaf svo fullviss um að fá alltaf fyrirgefningu frá honum? Trúlega er það skýringin.

Ég er stútfull af ósvöruðum spurningum þessa dagana, en samt líður mér svo tómri. Allt svífur í kringum mig í lausu lofti en ég kann ekki hnútana til þess að binda allt niður aftur.

I. Am.Empty.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ohhh hvað ég skil þig Perla mín....það er svo ótrúlega margt í lífinu sem maður skilur bara ekki neitt, sama hvað maður reynir að velta því upp og niður og fram og til baka!
En það reddast alltaf allt á endanum....þó hlutirnir fari ekki eins og maður hefði helst á kosið...þá verður maður bara að treysta því að allt fari eins og það á að fara....og allir endi kátir, hressir og hamingjusamir :)

Ps. gaman að sjá þig á laugardaginn.....þó það hafi verið stutt ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 17.11.2008 kl. 13:26

2 identicon

Já ég er alveg sammála þér, það er ótrúlega spes hvað maður er tilbúinn að leggja á þann sem eru manni næstir. Kærleikurinn er svo skrýtinn, það er ekki bara ein tilfinning heldur er það frekar röð tilfinninga sem koma upp á yfirborðið og maður skilur sjaldnast hvaðan þær koma!

Lífið tekur mann alltaf á nýjar strendur og maður hefði aldrei getað ímyndað sér að maður væri kominn á þann stað sem maður er á.

En fortíðin getur kennt manni svo ótrúlega margt ef maður er nógu lúnkinn við að skoða hana vel, týna það út sem maður er stoltur og reyna hindra það að maður geri sömu mistökin aftur.

Allavega Perla mín, hafðu það ótrúlega gott og gangi þér vel að læra fyrir prófin!

Ég sakna alveg ótrúlega mikið..;)

Kv. Hillinn

Hildur Björg (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:43

3 identicon

Þessari athugasemd hefur verið eytt vegna innihalds.
Vinsamlega hafðu samband við vefþjón Morgunblaðsins.


Neee.. djók. Þú veist hvað mér finnst Perla mín.
Þú hittir naglann á höfuðið með pælingunni þinni um að maður viti ekki hvað maður átti fyrr en misst hefur. Ætli pælingin speglist? Líður hinni manneskjunni ef til vill eins, eða jafnvel... enn verr?

Það er gott að koma með hugsanir sínar og velta hlutunum fyrir sér með öðrum. Fá sjónarhorn annarra. Sumir finna leið til að breiða tímabundið yfir sárin, með misgóðum árangri. Þú ert hinsvegar sólargeislinn minn. Sólin hverfur stundum - en hún kemur alltaf aftur! Meira að segja á Bláa hnettinum!

Lára Halla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:58

4 identicon

Hvaða hvaða sei sei systir mín. Hugsaðu um nýja Háskólatorgsvin okkar, gakktu í Röskvu og hættu þessu kjaftæði. Nú ætla ég að einbeita mér að næstu færslu. Bless.

Bjössan (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:44

5 identicon

Æ Perlan mín, vonandi er þetta bara tímabundið ástand sem fer. Það er ekki gaman að finnast maður tómur. En það kemur dagur eftir þennan dag, nýr og yndislegur!

Love you long time!

Soffa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 01:27

6 identicon

knús!

langaði líka bara að segja þér að þú ert svo mikil gersemi og frábær!

Guð blessi þig og fylli af sinni ást :)

Ingunn Huld (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband