Ritgerðarskrif, próf og annar horbjóður

Ó jiminn minn einasti. Ég er búin að sitja núna við þetta huggulega borð í akkúrat 9 og 1/2 klst, á þessari ágætu Þjóðarbókhlöðu! Ég er búin að horfa út um þennan prýðilega glugga frá því ég mætti hingað og horfa á myrkur, sólarupprás, sólardag, sólarlag og myrkur aftur! Það er nottlega ekki allt í lagi.
Jú mikið rétt. Prófin hafa lagt undir sig landið.

Ég er alveg að gefast upp þessa stundina þar sem ég hef skrifað ritgerð í 9 klst, og nenni því ómögulega ekki að blogga. Þess vegna ætla ég að hafa þetta blogg ekki lengra. Í raun skil ég ekkert afhverju ég var að hafa fyrir því að hefja það, en svona er maður skrítinn og ófyrirsjánanlegur í skammdeginu!
Tja, ætli ég setji ekki bara inn hérna smá glens og grín í skaðabætur :) Þetta er eftir hann Arthur, enjoy!

030306


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Perla Magnúsdóttir

Æj, þetta sést ekkert. Farið bara inn á www.fjandinn.com/arthur ef þið sýnið þessu áhuga. Er í 3.sæti yfir fyndnustu myndirnar :)

Perla Magnúsdóttir, 28.11.2008 kl. 17:50

2 identicon

hahaha, án gríns þið talið soldið svipað þarna í álfaberginu:)

Guðný Ó (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:07

3 identicon

Hahahaha.. við Hilmar tókum einmitt upp þennan orðaforða í sumar. ;)

Lára Halla (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Arthur er alltaf snillingur:D

Aron Björn Kristinsson, 1.12.2008 kl. 13:13

5 identicon

Gangi þér vel í prófunum Perla

er sjálf að drukkna í lestrinum hehe :P

kv. Auður

Auður granni (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hehe, við Magga og Krissi redduðum okkur bara og pírðum augun....við náðum alveg að sjá hvað stóð þarna....og hlógum vel og lengi ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 2.12.2008 kl. 09:37

7 identicon

Þetta er snilldar klippa :) spurning um að taka upp þennan talsmáta í hinu daglega lífi, sérstaklega núna í prófatörninni, hmm? :) Gefur lífinu svona ljúfan lit...

Anna Lilja (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:29

8 identicon

...sparar líka talsverðann tíma sem er auðvitað massa síns virði í Au(79).

Axel (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:38

9 identicon

Horbjóðinum lýkur eftir tvo daga! :D

Kristín Rut (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband