Nú er úti norðanvindur....

Veturinn er svo sannarlega kominn. Ég er hætt að geta hlupið út í strætó á morgnanna ný hoppuð út úr sturtunni með hárið rennandi blautt og skella síðan make upp'inu á mig á milli hraðahindrana á leiðinni til Reykjavíkur, nú er það deginum ljósara að tími hárblásara og ullarsokka er genginn í garð. Og kerta líka. Ég ætla mér að kveikja þau mörg þennan veturinn og hafa það huggulegt.

Langar annars að segja að þið sem forvitnist inn á þessari síðu skulið lesa hvert orð vel og vandlega og fara sparlega með þau, því nú fara prófin að skella á og þá verður síður en svo mikið um áhugaverð og málefnaleg skrif á bloggsíðu minni. (Þrátt fyrir að bloggin mín teljist nú seint í málefnalega flokkinn).

En talandi um málefnaleg málefni. Ég held ég þurfi að gerast aðeins málefnalegri, maður fer bráðum að detta inn á þrítugsaldurinn og þá þýðir ekkert að vera ómálefnalegur, eða mér finnst það ekki passa. En það er samt eitt mikilvægt sem margir gleyma stundum og það er það að þrátt fyrir að maður sé málefnalegur, þá má maður aldrei nokkurn tímann undir neinum kringumstæðum láta húmorinn gjalda fyrir það. Maður þarf að geyma sitt innra barn og nýta hvert tækifæri og helst meira en það fyrir fíflagang og sniðugheit!

EN TALANDI UM ÞRÍTUGSALDURINN...Til hamingju með afmælið elsku Kristjana mín Kristinsdóttir. Það er í dag, og því ert þú heiðurspersóna dagsins í mínum augum.

Núehh, þeir sem hafa fylgst með áskorunarkeppninni síðan í síðustu viku hafa ef til vill áttað sig á því að Tinna Pálmadóttir, æskuvinkona mína og heimsfari með meiru, rústaði gjörsamlega keppninni. Hún tók sig til og tók rönnið á þetta fyrir utan Ólympíuhöllina í Peking og í kjölfarið skapaði hún undrunarsvipi og hneykslun mikla í sálarlífi yfir 100 Kínverja! Hún fær að sjálfsögðu verðlaunin góðu sem ég hafði lofað þeim sem myndu fara með sigur að hólmi. Að þessu sinni eru þau ávísun upp á tvær klst. af stórgóðri skemmtun með mér og gómsæt máltíð innifalin sem ég reiði fram.

En þá er víst tími á aðra áskorun, og er hún ekki af verri endanum. Að vanda eru verðlaun fyrir þá sem takast á við áskorunina. Hún er svo hljóðandi:

,,Ég mana þig til þess að segja foreldrum þínum að þú sért alvarlega að spá í að skrá þig í her erlendis. Segðu að það hafi alltaf verið þinn draumur að komast í metnaðarfullt S.W.A.T teymi. Ef foreldrarnir fá efasemdir og byrja að sjá í gegnum þig, vertu þá fljót/ur að svara með góðum rökum að þetta sé í raun og veru þinn draumur...eins og t.d. felulitir hafa alltaf heillað mig eða eftir að ég kynntist Boot Camp var ekki aftur snúið. Þegar foreldrarnir hafa gleypt á þráðinn, haltu þá andliti í a.m.k. 2 klst."

Nú er hins vegar komi tími til (þó fyrr hefði mátt vera) að skólafólk snúi sér að námsbókunum, leiki nörda í nokkrar vikur, rústi prófunum, skemmti sér að því loknu ærlega og síðast en ekki síst fari að undirbúa fæðingu frelsarans.
Hermannadressið frá Dundu :)
Ykkar einlæg, Perla Magnúsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki margir sem eru svona duglegir að blogga og þú Perla.

Talandi um þenna blessaða þrítugsaldur, þá spáir maður ekki oft í það ... en, jújú, það er þrítugsaldurinn. ...og til hamingju með afmælið Kristjana.

Ný áskorun ... hmm, ég stóð allavega ekki við mitt síðast þannig að ég held ég sitji bar hjá núna og sjáum svo til hvort maður standi við það. Annars veit ég að þú munt ekki hika þetta.

Axel (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:08

2 identicon

Gaman að bloggunum þínum Perla, í síðustu viku íhugaði ég oft og vandlega hvernig ég gæti hlupið og tekið áskoruninni, komst að því að ég hleyp oft á skrýtnum stöðum - en það er kannski ekki nógu hratt til að kallast hlaup - en til hamingju með vinkonu þína sem vann keppnina. - Ég var að spá í hovrt ég ætti að taka þátt í þessari áskorun, en get bara ekki með nokkru móti ímyndað mér að foreldrar mínir muni gleypa við þessu, ekki einu sinni í tvær sekúntur. En gangi þér vel í próflestri og eigðu góða ullarsokkadaga ;) Knús og kveðja, Ingunn Huld

Ingunn Huld (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:51

3 identicon

Annars var ég á sínum tíma að hugsa um að ganga í sænska flugherinn að læra að fljúga. Pabba fannst það góð hugmynd eins og ýmislegt annað en mamma var ekki alveg að fíla það. Spurning hvor þau gleypi við þessu núna...

Axel (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:37

4 identicon

ulallllaaaa ennn gaman:) Thvilikur heidur ad vinna askorunarkeppni vikurnar... og verdlaunin er algjor Aedi:) ohhh mer hlakkar svo til.... Takk Perla min

Renna verdlaunin nokkud ut? Thvi thau thurfa ad bida i nokkra manudi:o) hehehe

Eg er ekki viss um hvort eg taka thatt i naestu askorun,,, mamma og pabbi myndu orugglega deyja ur sjokki heima a Islandi.... og eg gaeti ekki talad vid thau nema daginn eftir...!!!!! en ihuga thetta...hihi

 Love you Perla min... knus knus knus til thin fra Tinnu

Tinna (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband