Kýldi trúðurinn.

Jú ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg. Þrátt fyrir það vil ég með eindæmum benda á áskorunarkeppnina sem er orðin virkilega spennandi hér í færslunni fyrir neðan. Frestur til að takast á við áskorunina rennur út 18.nóvember n.k.
Ástæðan fyrir nýju bloggi er saga sem hefur lengi legið á brjósti mér, eða síðan í lok júní s.l. sumar. Eins og glöggir lesendur hafa til vill áttað sig á, þá er þetta saga Kýlda trúðsins.

Það vill svo til að ég á einstaklega upplífgandi og tryllta systur sem heitir Björg. Björg þessi hefur undanfarin ár verið ruddalega opsessed á því að fá að hitta kýldan trúð,  en aldrei hefur markmiði hennar verið náð, henni sjálfri til mikillar óhamingju. Því er þessi bloggfærsla sérstaklega tileinkuð henni.

Sagan sem ég ætla að segja tengist einmitt opssesion-inu á kýlda trúðnum. Það var þannig að ég ásamt fríðum flokk ungra dansara héldum upp í Kaldársel í sumar. Í Kaldárseli áttu að fara fram æfingabúðir fyrir dansatriðið okkar sem sýnt var í Prag í lok sumars. Allt gekk eins og í sögu í Kaldárseli, dansararnir í essinu sínu og spennan farin að magnast mikið fyrir sýninguna í Prag. Nema hvað. Þegar við renndum yfir dansinn í síðasta skiptið fyrir kvöldmat gerðist nokkuð stórhættulegt. Kristín Sveins, einn uppáhalds dansfélagi minn og vinkona af bestu gerð, kýldi mig beint í andlitið.

Okay, ég skal viðurkenna það. Þetta var ,,óvart”.....eða réttara sagt þá hljóp ég í vitlausa átt í miðju dansatriðinu, og lenti beint á hnefa Kristínar sem alveg hreint ruddalega fast þeyttist í vörina og nefið á mér, basically beinn á tjúllann. Grafarþögn sló yfir hópinn, þangað til ég rak upp skaðræðisóp og tárin fóru að streyma.

Kristín, Aron, Rakel og fleiri góðir fóru gjörsamlega í gígantískt sjokk og skipað var að lækka í tónlistinni eins og skot. Eftir átakanlegt táraflóð og staðfestingu á því að allar tennurnar mínar væru enn á sama stað staulaðist ég inn á klósett. Kristín ætlaði aldrei að leyfa mér að líta í spegilinn, en það tókst loks. Ég hefði betur sleppt því; mér var heldur betur brugðið í brún;

Við mér blasti KÝLDI TRÚÐURINN, í allri sinni mynd. Ég hafði sem sé farið í prufuförðun fyrr um daginn fyrir púka-outfittið mitt hjá Kristbjörgu Láru. Táraflóðið hafði all svakalega mikið dreyft svarta augnskugganum yfir andlitið á mér, og vörin var farin að taka á sig 3falda mynd.

 Slíkur húmorelskandi eins og ég er, ákvað ég að slá þessu upp í grín, enda sá ég fram á gullið tækifæri fyrir fyrirmyndar bloggfærslu myndast, sem og nokkurs konar rætingu á ósk Bjargar. Ég sendi Kristínu strax eftir myndavél og setti eins aumkunarverðansvip og ég mögulega gat á andlit mitt. Þið getið séð afraksturinn hér fyrir neðan....

Þannig hljómaði sagan um Kýlda trúðinn. Því miður fékk Björg aldrei að sjá hann í sinni alverstu mynd, en ljósmyndin góða sýnir þó helstu áverka. Taka skal fram að ég hef enn ekki náð mér fullkomlega. Vörin mín er enn þá 2föld og ég mun aldrei aftur fyrir mitt litla líf dansa aftur með Kristínu Sveinsdóttur, A.K.A. “The punch-clown-maker (PCM).

kyldur trudur!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SNILLDARSAGA! Eins gott að þú farir bara ekkert að dansa með henni Kristínu aftur, þó hún virðist vera besta manneskja. En Björg fékk þá loksins kýlda trúðinn sinn!!

Soffa (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Hahaha! Snilldar saga, og einstaklega falleg mynd þarna á ferð líka;)

Aron Björn Kristinsson, 16.11.2008 kl. 20:07

3 identicon

hahahahaha!

Axel (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:13

4 identicon

S-N-E-L-L-D. Kýldi flottur.

Bjössan aftur. (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband