5.11.2008 | 04:01
GObama og svefntruflanir
Ójá! Við erum að tala um að það allt bendir til þess að okkar elskulegi Obama ætli bara að fara með sigur af hólmi í forsetakosningum Bandaríkjanna! Ég verð að segja að ég er virkilega ánægð með Bandaríkjamenn núna. Loksins, loksins, loksins fara hjólin vonandi að snúast í rétta átt hjá blessuðum Könunum
Annars er kl. einmitt að verða 4 eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, og ég var rétt að skríða upp í núna. Samkvæmt planinu er ég að fara á fætur eftir u.þ.b. 3 tíma. Í tilefni að því er ég bara svei mér þá að hugsa um að vaka í alla nótt og leggja mig frekar eftir skóla morgun.
Jább það passar. Undanfarna daga/vikur er ég búin að lifa svoldið "random" lífi. Ég áttaði mig á því um daginn að maður lifir víst bara einu sinni hér á jörðunni, og í tilefni af því hef ég leyft mér að gera í rauninni allt sem mér dettur í hug. Þ.e. svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum, eða hefur mjög svo slæmar afleiðingjar í för með sér. Mest af þessu á við um svefnvenjur mínar. Ég fór t.d. í daginn í svakalega skemmtilegan næturbíltúr með Krilla mínum... Kom heim um 4 leytið og var mætt galvösk í upp í háskóla 07:30! Svo tók ég eina helgi á þetta um daginn sem ég svaf samtals í svona 13 tíma yfir 3 nætur.....ekki alveg nógu svalt sko, og mæli ekkert sérstaklega með því. Nema svona til að prófa kannski einu sinni.
,,Málshátturinn" - ,,Þú getur sofið í ellinni" á sum sé alveg einstaklega vel við mig þessa dagana. Svo spilar það kannski líka inn í að ég álpaðist út í það að festast í 3.seríunni af O.C. (ég veit, soldið eftir á), og eru einmitt umræddir þættir þeir einu sem hafa náð því að látið mig falla á prófi, svo ég veit ekki alveg í hversu góða þróun ég stefni!
En nóg komið að rugli hér um miðja nótt. Ég ætla samt að koma með eina áskorun, geri þetta ef til vill af vikulegu fyrirbæri hérna á síðunni. En áskorun þessarar viku er svo hljóðandi:
Gerðu a.m.k. 1 góðverk í vikunni, segðu mér svo frá því hvað þú gerðir annað hvort hérna á síðunni, nú eða bara face to face ...Guðný mín, þetta gildir líka um þig!
Annars er kl. einmitt að verða 4 eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, og ég var rétt að skríða upp í núna. Samkvæmt planinu er ég að fara á fætur eftir u.þ.b. 3 tíma. Í tilefni að því er ég bara svei mér þá að hugsa um að vaka í alla nótt og leggja mig frekar eftir skóla morgun.
Jább það passar. Undanfarna daga/vikur er ég búin að lifa svoldið "random" lífi. Ég áttaði mig á því um daginn að maður lifir víst bara einu sinni hér á jörðunni, og í tilefni af því hef ég leyft mér að gera í rauninni allt sem mér dettur í hug. Þ.e. svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum, eða hefur mjög svo slæmar afleiðingjar í för með sér. Mest af þessu á við um svefnvenjur mínar. Ég fór t.d. í daginn í svakalega skemmtilegan næturbíltúr með Krilla mínum... Kom heim um 4 leytið og var mætt galvösk í upp í háskóla 07:30! Svo tók ég eina helgi á þetta um daginn sem ég svaf samtals í svona 13 tíma yfir 3 nætur.....ekki alveg nógu svalt sko, og mæli ekkert sérstaklega með því. Nema svona til að prófa kannski einu sinni.
,,Málshátturinn" - ,,Þú getur sofið í ellinni" á sum sé alveg einstaklega vel við mig þessa dagana. Svo spilar það kannski líka inn í að ég álpaðist út í það að festast í 3.seríunni af O.C. (ég veit, soldið eftir á), og eru einmitt umræddir þættir þeir einu sem hafa náð því að látið mig falla á prófi, svo ég veit ekki alveg í hversu góða þróun ég stefni!
En nóg komið að rugli hér um miðja nótt. Ég ætla samt að koma með eina áskorun, geri þetta ef til vill af vikulegu fyrirbæri hérna á síðunni. En áskorun þessarar viku er svo hljóðandi:
Gerðu a.m.k. 1 góðverk í vikunni, segðu mér svo frá því hvað þú gerðir annað hvort hérna á síðunni, nú eða bara face to face ...Guðný mín, þetta gildir líka um þig!
Athugasemdir
(hvað er málið að hafa flókin dæmi í þessari ruslpóstavörn, þurfti að nota puttana við reikninginn á þessu)
Allavega. Gæti ekki verið meira sammála þér með Obama. Bindi miklar vonir við Demókrata næstu fjögur ár.
Annars er maður nú bara að kvitta lauslega fyrir kaffið ;)
Arnór (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:53
Vei nýr lesandi! Go Arnór :)
En já Gulla, það flokkast klárlega sem góðverk. Bæði tvennt! Þú bara strax komin með gífurlegt forskot...
Perla (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:15
Já, það er eins og það fari eitthvað svefnleysi um hús höfuðborgarsvæðisins. Fólk vakir margt fram á nótt og gengur svo í svefni fram eftir degi, eftir allt of lítinn svefn. Þetta vil ég meina að séu afleiðingar dvöl geimvera hér á landi síðustu vikur, en þær hafa krukkað í efnahagslífi landsins, haft dularfull áhrif á bifreiðar margra landsmanna OG valdið svefntruflunum.
Hlustið þið vandlega á (þriðjudags)kvöldum í Fossvoginum og víðar í Reykjavík. Munið bara að anda ekki skaðlegum geimveruáhrif að ykkur á meðan. En þið munuð heyra duuuularfull hljóð. Ég lofa.. Ég var hrædd...
Perla. Ég hef að það leiki ekki lengur vafi á því að við þurfum að fara með þig í meðferð til ungfrú Guðmundu. Hún getur án efa lagfært þessa dægurvillu/geimveruáhrif.
Lára Halla (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:51
ÓNEI!
Frekar fer ég í meðferð hjá George Bush í staðinn fyrir hjá henni Guðmundu.
En já, góð ágiskun þetta með geimveruáhrifin. Ég er svona án gríns að heyra alla tala um e-s konar svefnvandamál. Þetta er nú meira ruglið!
Perla (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:18
Haha, svefnvandamál.......eina svefnvandamálið sem ég á við að stríða er að ég sef og sef og sef og sef og sef. Ég sef svo mikið að stundum óttast ég að ég muni sofa af mér lífið!!!
Uppáhalds áhugamál: sofa
Hvað geri ég í frístundum: sef
Hvað geri ég í vinnunni: hugsa um sof
Hvað geri ég eftir vinnu: reyni að fara heim að sofa
Hvað geri ég á næturna: sef (svona yfirleitt amk ;))
Ohhh, það er svo dásamlegt að sofa :D
En góðverk segiru....þarna komstu með snúið verkefni....þó ég sé stundum "skemmtilega of góð" eins og ég fékk komment um í gær....frá Lúlla heita *andvarp* ........:) Hmm, en ég mun klárlega hafa þetta bakvið eyrað og reyna að finna litla fallega hluti til að gleðja náungann og jafnvel létta e-m lífið. Góð hvatning ;)
Tinna Rós Steinsdóttir, 7.11.2008 kl. 08:42
Ú, já........og Obama er bestur....elskann, elskann, elskann, elskann!!!
Loksins gerðu þessir blessuðu Bandaríkjamenn e-ð rétt :D
Tinna Rós Steinsdóttir, 7.11.2008 kl. 08:42
Perlu-blogg! :D Jei, gaman að sjá það loksins á lífi... en Perla mín, mér finnst nú að við þurfum að fara að mæla okkur lærdómsmót á Bókhlöðunni fyrir prófin ;)
Anna Lilja (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:38
iiii Perla.. Þú lætur mig lýta út sem ógeðslega vonda manneskju sem gerir aldrei góðverk!!!
Guðný (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:23
Gobama Alabama Go sko! Ég væri til í að hann tæki að sér forsetaembætti yfir Íslandi í leiðinni.
Sniðugt þetta með góðverka-áskorunina, ég ætla að reyna að gera einhver góðverk á næstu dögum, læt þig vita... Btw. þú ert alltaf velkomin að koma og horfa á Dagvaktina hja okkur, vara þig reyndar við: þessir þættir eru orðnir steiktari en allt! :)
Soffa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:12
Jeij Soffa...ég kem pottþétt á næstu dögum, alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar :)
Og fyrir ykkur lesendur, þá er Guðný Ólafsdóttir með mjög góða sál. Án alls gríns!
Perla (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.