Færsluflokkur: Bloggar

Bloggleysið farið að hafa áhrif á mig.

Jæja elskulegu vinir, fjölskyldumeðlimir og aðrir landsmenn!

Fyrir þau ykkar sem voru dyggir stuðningsmenn og lesendur www.blog.central.is/pearly_gearly, geta nú loks gleðst. Ég hef ákveðið að ,,taka upp bloggpennann" aftur.Cool En að þessu sinni verður síðan ekki alveg jafn gelgjuleg og hin fyrri var, eða það ætla ég rétt að vona. Þó verður húmorinn og skemmtanagildið að sjálfsögðu enn haft í hávegi á þessari, enda annað ekki sæmandi. 

Annars er gaman að segja frá því að nú er ég bara í kósý-gírnum. Með kertaljós og Noruh Jones á fóninum. Það gerist ekki betra í eins miklu óveðri og fyrir finnst hér úti.
,,Hrafnistu-gengið" er að sjálfsögðu lagst til rekkju, en fyrir þau sem ekki þekkja mig nógu vel finnst mér einstaklega gaman að finna lýsandi uppnöfn á fólkinu í kringum mig. Mamma og pabbi bera sem sé þetta skemmtilega nafn. HG. eins og ég nefndi hér að framan. Ástæðan er ekki flókin. Þau hafa breytt heimilinu okkar í ,,Health farm" eins og þau kjósa að kalla það. Enginn sykur, ekkert hveiti, einungis spelt. Einnig eru þau alltaf farin að sofa upp úr 21-22...frekar glatað. En eins og uppnefnið gefur til kynna líður mér oftar en ekki að ég búi á reglusömu elliheimili. En bara svo að hafa það á hreinu þá eru þau nú voðalega krúttleg, og ég hef einstaklega gaman að þeim.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang. Ég er að fara í hljómsveit, það er kannski það nýjasta. Eina vandamálið er að hljómsveitarmeðlimirnir vita ekki af því enn. Það var nefnilega þannig að ég og Krilli 7, betur þekkt sem Kristín Rut Ragnarsdóttir skelltum okkur á Október fest um daginn. Þar sáum við þetta gífurlega stuð band sem ber nafnið Mammút. Við svoleiðis heilluðumst upp úr skónum, og ákváðum med det samme að stofna stelpuband. Stefnan er að verða svona eins og Grýlurnar #2. Ég verð víst drymbill, Kristín Rut á bassa, Auður Sif á gítar, Anna Elísa á hljómborð og Kristjana lead-singer...áhugasamir vinsamlega sendið mér mail, bakraddir, grúppíur og imbi eru nefnilega enn þá á lausu.

Jæja, ætli ég láti þetta ekki nóg í bili. Aldrei að vita hvort ég fari út í einhverri menningarlegri skrif í næsta bloggi. Endilega segið til um hvað þið viljið lesa um, þ.e.a.s. ef þið lesendur eruð einhverjir.

Verið góð við hvort annað, það verður allt svo miklu notalegra þannig.

Þangað til næst, ykkar Perla Magnúsdóttir, verðandi eðal-bloggari.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband