Jæja

Góðan og blessaðan daginn kæru blogglesendur.

Áttaði mig á því áðan að ég hef ekkert bloggað síðan á síðasta ári.FootinMouth  Þannig að já, gleðilegt ár!
Er ekki alveg viss með líf þessarar bloggsíðu. Ætla svona aðeins að spegúlera hvort ég nenni að vera með hana enn þá. Það er nottlega bara all in eða all out. Þið skiljið. Ferskar færslur og áhugaverðar áskorunarkeppnar, nokkuð reglulega, eða þá bara að sleppa því.

Ert þú með einhverja skoðun á þessu máli?

Áfram Röskva!!!

-Pearls

Í tilefni að því að ég er búin að gubba 7 sinnum yfir mig af prófaógeði......

Þá ákvað ég að setja hér inn 8 vel valdna mömmu brandara. Þeir eru tileinkaðir Gullu sem veitti mér mikinn innblástur!

1. Mamma þín er svo feit að þegar Guð sagði ,,verði ljós" þurfti hún að færa sig.

2. Mamma þín er svo feit að þegar hún fer í rauðan bol að þá halda allir að hún sé Coca-cola lestin.

3. Mamma þín er svo feit að þegar hún fer á ströndina syngja hvalirnir "we are family".

4. Mamma þín er svo feit að þegar hún stígur á vigtina kemur upp "to be continued".

5. Mamma þín er svo feit að þegar hún fer út í gula regnjakkanum sínum kallar fólk á hana "taxi!".

6. Mamma þín er svo feit að þegar hún setur gemsann í rassvasann hjá sér, þá fer hann utan þjónustusvæðis.

7. Mamma þín er svo feit að það bergmálar í naflanum á henni.

8. Mamma þín er svo feit að þegar hún labbar fram hjá sjónvarpinu missirðu af heilli Lost seríu.

Vona að þetta hafi aðeins hresst ykkur við nörrarnir mínirPinch

-Perla Ofurproffi, sem er orðin góðvinkona endurtekningarprófa.


Ritgerðarskrif, próf og annar horbjóður

Ó jiminn minn einasti. Ég er búin að sitja núna við þetta huggulega borð í akkúrat 9 og 1/2 klst, á þessari ágætu Þjóðarbókhlöðu! Ég er búin að horfa út um þennan prýðilega glugga frá því ég mætti hingað og horfa á myrkur, sólarupprás, sólardag, sólarlag og myrkur aftur! Það er nottlega ekki allt í lagi.
Jú mikið rétt. Prófin hafa lagt undir sig landið.

Ég er alveg að gefast upp þessa stundina þar sem ég hef skrifað ritgerð í 9 klst, og nenni því ómögulega ekki að blogga. Þess vegna ætla ég að hafa þetta blogg ekki lengra. Í raun skil ég ekkert afhverju ég var að hafa fyrir því að hefja það, en svona er maður skrítinn og ófyrirsjánanlegur í skammdeginu!
Tja, ætli ég setji ekki bara inn hérna smá glens og grín í skaðabætur :) Þetta er eftir hann Arthur, enjoy!

030306


Nú er úti norðanvindur....

Veturinn er svo sannarlega kominn. Ég er hætt að geta hlupið út í strætó á morgnanna ný hoppuð út úr sturtunni með hárið rennandi blautt og skella síðan make upp'inu á mig á milli hraðahindrana á leiðinni til Reykjavíkur, nú er það deginum ljósara að tími hárblásara og ullarsokka er genginn í garð. Og kerta líka. Ég ætla mér að kveikja þau mörg þennan veturinn og hafa það huggulegt.

Langar annars að segja að þið sem forvitnist inn á þessari síðu skulið lesa hvert orð vel og vandlega og fara sparlega með þau, því nú fara prófin að skella á og þá verður síður en svo mikið um áhugaverð og málefnaleg skrif á bloggsíðu minni. (Þrátt fyrir að bloggin mín teljist nú seint í málefnalega flokkinn).

En talandi um málefnaleg málefni. Ég held ég þurfi að gerast aðeins málefnalegri, maður fer bráðum að detta inn á þrítugsaldurinn og þá þýðir ekkert að vera ómálefnalegur, eða mér finnst það ekki passa. En það er samt eitt mikilvægt sem margir gleyma stundum og það er það að þrátt fyrir að maður sé málefnalegur, þá má maður aldrei nokkurn tímann undir neinum kringumstæðum láta húmorinn gjalda fyrir það. Maður þarf að geyma sitt innra barn og nýta hvert tækifæri og helst meira en það fyrir fíflagang og sniðugheit!

EN TALANDI UM ÞRÍTUGSALDURINN...Til hamingju með afmælið elsku Kristjana mín Kristinsdóttir. Það er í dag, og því ert þú heiðurspersóna dagsins í mínum augum.

Núehh, þeir sem hafa fylgst með áskorunarkeppninni síðan í síðustu viku hafa ef til vill áttað sig á því að Tinna Pálmadóttir, æskuvinkona mína og heimsfari með meiru, rústaði gjörsamlega keppninni. Hún tók sig til og tók rönnið á þetta fyrir utan Ólympíuhöllina í Peking og í kjölfarið skapaði hún undrunarsvipi og hneykslun mikla í sálarlífi yfir 100 Kínverja! Hún fær að sjálfsögðu verðlaunin góðu sem ég hafði lofað þeim sem myndu fara með sigur að hólmi. Að þessu sinni eru þau ávísun upp á tvær klst. af stórgóðri skemmtun með mér og gómsæt máltíð innifalin sem ég reiði fram.

En þá er víst tími á aðra áskorun, og er hún ekki af verri endanum. Að vanda eru verðlaun fyrir þá sem takast á við áskorunina. Hún er svo hljóðandi:

,,Ég mana þig til þess að segja foreldrum þínum að þú sért alvarlega að spá í að skrá þig í her erlendis. Segðu að það hafi alltaf verið þinn draumur að komast í metnaðarfullt S.W.A.T teymi. Ef foreldrarnir fá efasemdir og byrja að sjá í gegnum þig, vertu þá fljót/ur að svara með góðum rökum að þetta sé í raun og veru þinn draumur...eins og t.d. felulitir hafa alltaf heillað mig eða eftir að ég kynntist Boot Camp var ekki aftur snúið. Þegar foreldrarnir hafa gleypt á þráðinn, haltu þá andliti í a.m.k. 2 klst."

Nú er hins vegar komi tími til (þó fyrr hefði mátt vera) að skólafólk snúi sér að námsbókunum, leiki nörda í nokkrar vikur, rústi prófunum, skemmti sér að því loknu ærlega og síðast en ekki síst fari að undirbúa fæðingu frelsarans.
Hermannadressið frá Dundu :)
Ykkar einlæg, Perla Magnúsdóttir.


Empty

(Þeir sem vilja meiri upplífgandi lestur, er bent á bloggið fyrir neðan)

Ég er ekki týpan sem blogga um mín persónulegu vandamál. Stundum þarf maður samt að gera undantekningar í lífinu. Þetta er ein af mínum.

,,Enginn veit hve átt hefur, fyrr en mist hefur.”
Ég hef mjög mikið velt þessu orðatiltæki fyrir mér upp á síðkastið.
Afhverju er það svo oft þannig í lífinu að þú kunnir ekki að meta hlutina fyrr en þú færð þá ekki lengur? Afhverju er svo margt þannig upp byggt? Afhverju make-ar texti Bono’s svona mikinn sense, en samt finnst enginn lausn á honum?: “I can’t live with our without you”....

,,Þeim var ég verst, er ég unni mest” mælti Guðríður Ósvífurdóttir landnámskona svo ótrúlega spakmannslega. Þrátt fyrir að yfir 1000 ára séu frá því hún sagði þetta, á þetta enn ótrúlega vel við. Hvernig stendur á þessu? Í raun er þetta virkilega órökrétt. Afhverju í óskupunum ætti maður að vera verstur við þann sem maður elskar mest? Ætli það sé vegna þess að maður veit að viðkomandi elskar mann sama hvað, og því leyfir maður sér að koma illa fram við hann, af því maður er alltaf svo fullviss um að fá alltaf fyrirgefningu frá honum? Trúlega er það skýringin.

Ég er stútfull af ósvöruðum spurningum þessa dagana, en samt líður mér svo tómri. Allt svífur í kringum mig í lausu lofti en ég kann ekki hnútana til þess að binda allt niður aftur.

I. Am.Empty.


Kýldi trúðurinn.

Jú ætli það sé ekki kominn tími á nýtt blogg. Þrátt fyrir það vil ég með eindæmum benda á áskorunarkeppnina sem er orðin virkilega spennandi hér í færslunni fyrir neðan. Frestur til að takast á við áskorunina rennur út 18.nóvember n.k.
Ástæðan fyrir nýju bloggi er saga sem hefur lengi legið á brjósti mér, eða síðan í lok júní s.l. sumar. Eins og glöggir lesendur hafa til vill áttað sig á, þá er þetta saga Kýlda trúðsins.

Það vill svo til að ég á einstaklega upplífgandi og tryllta systur sem heitir Björg. Björg þessi hefur undanfarin ár verið ruddalega opsessed á því að fá að hitta kýldan trúð,  en aldrei hefur markmiði hennar verið náð, henni sjálfri til mikillar óhamingju. Því er þessi bloggfærsla sérstaklega tileinkuð henni.

Sagan sem ég ætla að segja tengist einmitt opssesion-inu á kýlda trúðnum. Það var þannig að ég ásamt fríðum flokk ungra dansara héldum upp í Kaldársel í sumar. Í Kaldárseli áttu að fara fram æfingabúðir fyrir dansatriðið okkar sem sýnt var í Prag í lok sumars. Allt gekk eins og í sögu í Kaldárseli, dansararnir í essinu sínu og spennan farin að magnast mikið fyrir sýninguna í Prag. Nema hvað. Þegar við renndum yfir dansinn í síðasta skiptið fyrir kvöldmat gerðist nokkuð stórhættulegt. Kristín Sveins, einn uppáhalds dansfélagi minn og vinkona af bestu gerð, kýldi mig beint í andlitið.

Okay, ég skal viðurkenna það. Þetta var ,,óvart”.....eða réttara sagt þá hljóp ég í vitlausa átt í miðju dansatriðinu, og lenti beint á hnefa Kristínar sem alveg hreint ruddalega fast þeyttist í vörina og nefið á mér, basically beinn á tjúllann. Grafarþögn sló yfir hópinn, þangað til ég rak upp skaðræðisóp og tárin fóru að streyma.

Kristín, Aron, Rakel og fleiri góðir fóru gjörsamlega í gígantískt sjokk og skipað var að lækka í tónlistinni eins og skot. Eftir átakanlegt táraflóð og staðfestingu á því að allar tennurnar mínar væru enn á sama stað staulaðist ég inn á klósett. Kristín ætlaði aldrei að leyfa mér að líta í spegilinn, en það tókst loks. Ég hefði betur sleppt því; mér var heldur betur brugðið í brún;

Við mér blasti KÝLDI TRÚÐURINN, í allri sinni mynd. Ég hafði sem sé farið í prufuförðun fyrr um daginn fyrir púka-outfittið mitt hjá Kristbjörgu Láru. Táraflóðið hafði all svakalega mikið dreyft svarta augnskugganum yfir andlitið á mér, og vörin var farin að taka á sig 3falda mynd.

 Slíkur húmorelskandi eins og ég er, ákvað ég að slá þessu upp í grín, enda sá ég fram á gullið tækifæri fyrir fyrirmyndar bloggfærslu myndast, sem og nokkurs konar rætingu á ósk Bjargar. Ég sendi Kristínu strax eftir myndavél og setti eins aumkunarverðansvip og ég mögulega gat á andlit mitt. Þið getið séð afraksturinn hér fyrir neðan....

Þannig hljómaði sagan um Kýlda trúðinn. Því miður fékk Björg aldrei að sjá hann í sinni alverstu mynd, en ljósmyndin góða sýnir þó helstu áverka. Taka skal fram að ég hef enn ekki náð mér fullkomlega. Vörin mín er enn þá 2föld og ég mun aldrei aftur fyrir mitt litla líf dansa aftur með Kristínu Sveinsdóttur, A.K.A. “The punch-clown-maker (PCM).

kyldur trudur!!!

Áskorun vikunnar

Jújú mikið rétt. Eins og sagði hérna í einhverri færslunni var ég að spegúlera að vera með vikulega áskorun. Þær geta verið allsvakalegar og erfiðar í framkvæmd eða bara sára einfaldar. Endilega komið með hugmyndir ef þið hafið einhverjar sniðugar í huga.
Áskorun síðustu viku var svohljóðandi: Gerðu eitt stykki góðverk. Var einhver sem tók henni?

Áskorun þessarar viku er meira svona í grín kantinum og hljóðar svo: Á einhverjum stað þar sem þú og í raun allir eru mjög vanir að ganga einungis, prufaðu frekar að hlaupa - og þá meina ég SPRETTA. Þetta gæti átt sér stað t.d. á gangi í skólanum þínum, úti á e-u bílastæði, down town, í partýi eða jafnvel við kassann í Bónus. Til að áskorunin sé gild er nauðsynlegt að a.m.k. 3 manns séu nærstaddir.
Prufaðu þetta, svona aðeins til að hleypa þér lausum. Verðlaun verða veitt fyrir besta "rönnið", og að sjálfsögðu dæmi ég.


Ætla a.m.k. að testa þessa áskorunarkeppni, sé til hvað setur.
Þangað til næst, PíEmm.Bandit


Fóstureyðingar

Fóstureyðingar eru mjög umdeildar. Að mörgu leyti skil ég vel afhverju fólk fer í þær og ég get alls ekki dæmt um hvað sé rétt né rangt. En í mörgum tilfellum er ég þó virkilega á móti þeim. Ég rakst á þessa litlu sögu þegar ég var að vafra um bloggheiminn áðan, ákvað að skella henni inn....Check it!


Month​ One.

Hi Mommy​!​​​​​
I am only 3/4 of an inch long,​​​​​
But I have all my organ​s.
​​
I love the sound​ of your voice​.

Every​ time I hear it,
I wave my arms and legs.

The sound​ of your heart​ beat
Is my favor​ite lulla​by.


Month​ Two.

Mommy​,​​​​​
Today​ I learn​ed how to suck my thumb​.

If you could​ see me
You could​ defin​itely​ tell that I am a baby.

I'm not big enoug​h to survi​ve outsi​de my home thoug​h.

It is so nice and warm in here.




Month​ Three​.

You know what Mommy​,​​​​​
I'm a boy!
I hope that makes​ you happy​.

I alway​s want you to be happy​.
​​
I don'​​​​​t like it when you cry.

You sound​ so sad.

It makes​ me sad too,
And I cry with you even thoug​h
You can'​​​​​t hear me.




Month​ Four.
​
Mommy​,​​​​​
My hair is start​ing to grow.

It is very short​ and fine
But I will have a lot of it.

I spend​ a lot of my time exerc​ising​.

I can turn my head and curl my finge​rs and toes
And stret​ch my arms and legs.

I am becom​ing quite​ good at it too.




Month​ Five.

You went to the docto​r today​.

Mommy​,​​​​​ he lied to you.

He said that I'm not a baby.
​​
I am a baby,​​​​​ Mommy​,​​​​​ your baby.

I think​ and feel.

Mommy​,​​​​​ what'​​​​​s abort​ion?​​​​​



Month​ Six.

I can hear that docto​r again​.

I don'​​​​​t like him.

He seems​ cold and heart​less.

Somet​hing is intru​ding my home.

The docto​r calle​d it a needl​e.

Mommy​ what is it? It burns​!​​​​​
Pleas​e make him stop!​​​​​
I can'​​​​​t get away from it!
Mommy​!​​​​​ Help me!





Month​ Seven​.

Mommy​,​​​​​

I am okay.
​
I am in Jesus​'​​​​​s arms.

He is holdi​ng me.

He told me about​ abort​ion.

Why didn'​​​​​t you want me, Mommy​?​




Every​ abort​ion is just.​​​​​.
One more heart​ that was stopp​ed.
Two more eyes that will never​ see.
Two more hands​ that will never​ touch​.
Two more legs that will never​ run.
One more mouth​ that will never​ speak​.


GObama og svefntruflanir

Ójá! Við erum að tala um að það allt bendir til þess að okkar elskulegi Obama ætli bara að fara með sigur af hólmi í forsetakosningum Bandaríkjanna! Ég verð að segja að ég er virkilega ánægð með Bandaríkjamenn núna. Loksins, loksins, loksins fara hjólin vonandi að snúast í rétta átt hjá blessuðum KönunumHappy
Annars er kl. einmitt að verða 4 eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, og ég var rétt að skríða upp í núna. Samkvæmt planinu er ég að fara á fætur eftir u.þ.b. 3 tíma. Í tilefni að því er ég bara svei mér þá að hugsa um að vaka í alla nótt og leggja mig frekar eftir skóla morgun.
Jább það passar. Undanfarna daga/vikur er ég búin að lifa svoldið "random" lífi. Ég áttaði mig á því um daginn að maður lifir víst bara einu sinni hér á jörðunni, og í tilefni af því hef ég leyft mér að gera í rauninni allt sem mér dettur í hug. Þ.e. svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum, eða hefur mjög svo slæmar afleiðingjar í för með sér. Mest af þessu á við um svefnvenjur mínar. Ég fór t.d. í daginn í svakalega skemmtilegan næturbíltúr með Krilla mínum... Kom heim um 4 leytið og var mætt galvösk í upp í háskóla 07:30! Svo tók ég eina helgi á þetta um daginn sem ég svaf samtals í svona 13 tíma yfir 3 nætur.....ekki alveg nógu svalt sko, og mæli ekkert sérstaklega með því. Nema svona til að prófa kannski einu sinni.
,,Málshátturinn" - ,,Þú getur sofið í ellinni" á sum sé alveg einstaklega vel við mig þessa dagana. Svo spilar það kannski líka inn í að ég álpaðist út í það að festast í 3.seríunni af O.C. (ég veit, soldið eftir á), og eru einmitt umræddir þættir þeir einu sem hafa náð því að látið mig falla á prófi, svo ég veit ekki alveg í hversu góða þróun ég stefni!

En nóg komið að rugli hér um miðja nótt. Ég ætla samt að koma með eina áskorun, geri þetta ef til vill af vikulegu fyrirbæri hérna á síðunni. En áskorun þessarar viku er svo hljóðandi:
Gerðu a.m.k. 1 góðverk í vikunni, segðu mér svo frá því hvað þú gerðir annað hvort hérna á síðunni, nú eða bara face to face Wizard  ...Guðný mín, þetta gildir líka um þig!

Skuggalegt Halloween og fleiri skemmtilegheit.

Já, eins og flestir vita þá var Halloween í gær. Ruddalega skemmtileg hefð að mínu mati, enda tók ég svo sannarlega þátt. Ákvað eftir mikinn höfuðverk að leika sjóræningjaskvísu, og hún Soffa systir mín var líka svona gasalega hugguleg í sér að hjálpa mér að laga mig til. Kvöldið var vægast sagt sjúklega skemmtilegt. Ég hef að öllum líkindum brennt svona 4737 Kcal, bara á því að dansa. Tók meira að segja nokkur spor alveg ein á dansgólfinu....held ég haldi mig við hópdansinn í framtíðinni.
Lenti reyndar í hellidembu sem rústaði útlitinu, að sjá beran rass á ALLT of drukkinni gellu á Austurvelli, að festa sjóræningjatattúið á mér sem og að 17 ára og 47 ára gæjar reyndu við mig. What is up with that? Hvar eru þessir á tvítugsaldrinum - þeir sem hafa svörin við þessari spurningu er bent á mailið mitt.

Var að átta mig á því áðan að það fer að styttast í elskulegu jólaprófin. Ég er reyndar mjög heppin í þetta skipti: Prófin mín standa frá 2. - 9.desember, sem er ekkert annað að yndislegt. Nægur tími til þess að vinna sér inn smá pening, baka piparkökur og gera jólaföndur. En það slæma við þetta, er það að ég þjáist af gífurlegum skólaleiða, og svefnsskorti. Ég vægast sagt geri allt til þess að sleppa við að fara að læra eða sofa þessa daganna. Frekar sorglegt, ég viðurkenni það fúslega. Enda eitthvað sem ég ætla að fara að laga á næstu dögum, annars get ég kvatt þennan háskóla.

Talandi um háskóla. Mjög skemmtilegt fyrirbæri. Einhvern veginn svo allt allt öðruvísi en menntaskólinn. Eins og t.d. er mjög gaman að spá aðeins í hvílíka mann-flóru hann hefur að geyma. Eins og í mínum bekk. Þar höfum við allt frá stússí unglingsstrákum með hárið gone wild, upp í margra barna mæður sem pæla mest í því hvernig tegund af bleijum þær ættu að kaupa þegar þær skella sér í innkaupin eftir skóla.... ;)

Jájájájá, svona getur lífið verið skemmtilegt. Annars vona ég að þið séuð ekki að fara of illa út úr þessu kreppu veseni. Alveg glatað að heyra hvað margir eru að missa vinnunna og tapa miklu sparifé. En, hey. Lífið hefur alltaf einhverjr bjartar hliðar líka, og eins og það spekingslega orðatiltæki segir: Þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar! Gott að hafa þetta í huga þegar á móti blæs.

Vona að þið hafið það gott um helgina og njótið lífsins. Og já eitt enn. Takið þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa". Þið fáið hlýju í hjartað og skemmtun í kroppinn, lofa!..... www.skokassar.net

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband